Eigandi Arcadia vöruhússins og Top Shop, Philip Green, gagnrýnir bresk stjórnvöld fyrir það hversu ómarkviss þau eru varðandi útgjöld hins opinbera. Hann telur að ríkisstjórnin falli á prófinu á flestum sviðum hvað varðar útgjaldaliðinn og að mjög vanti upp á samræmdar aðgerðir mismunandi ráðuneyta.
Green segir á vef BBC að ekkert mæli gegn því að stjórnvöld hefði sér svipað og vel rekin fyrirtæki. Að ríkissjóður sé rekinn í takt við það sem gengur og gerist í góðum rekstri.