Hættir við kaup á tískuverslunum

Jóhannes Jónsson hefur hætt við kaup á tískuverslunum undir merkjum Zöru, Topshop og All Saints, sem nú eru reknar af Högum. Hafa Jóhannes og tengdir aðilar veitt Arion banka yfirlýsingu, sem tryggir rekstur tískuverslananna innan Haga til frambúðar þrátt fyrir persónuleg tengsl fjölskyldu Jóhannesar og eigenda viðkomandi umboða.

Í tilkynningu, sem Arion banki sendi frá sér 30. ágúst, var sagt frá samningi bankans við Jóhannes Jónsson, þar sem meðal annars kom fram að Jóhannes myndi kaupa verslanirnar þrjár af Högum. Bankinn segir nú, að Jóhannes hafi ákveðið að nýta ekki umsaminn kauprétt og verða því verslanirnar þrjár áfram hluti af Högum.

Önnur atriði samkomulagsins frá 29. ágúst standa, þar með talin kaup Jóhannesar á SMS í Færeyjum. Kaupverð er 450 milljónir króna sem er í samræmi við mat sérfræðinga bankans á virði hlutabréfanna. Lokauppgjör vegna kaupanna á SMS fer fram eigi síðar en 1. desember næstkomandi, að sögn Arion banka.

Hagar eru nú í söluferli hjá Arion banka og verður endanleg tilhögun þess og framkvæmd kynnt á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK