Mikil lækkun á verði hlutabréfa banka í kauphöllinni í New York hafði mikil áhrif á helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs í dag. Skipti þar miklu að óttast er víðtæk áhrif þess að ríki Bandaríkjanna muni rannsaka uppboðsbeiðnir húsnæðislánveitenda á heimilum.
Hlutabréf Bank of America lækkuðu um 5,4%, Wells Fargo lækkaði um 4,2%, Citigroup um 4,2% og hlutabréf JPMorgan Chase lækkuðu um 3,2%.
Dow Jones lækkaði um 0,02%, S&P 500 um 0,36% og Nasdaq um 0,24%.