Dolce & Gabbana grunaðir um skattsvik

Þeir félagar Dolce & Gabbana eru grunaðir um skattsvik.
Þeir félagar Dolce & Gabbana eru grunaðir um skattsvik. Reuters

Ítalskur saksóknari hefur ásakað tískurisann Dolce & Gabbana um að greiða ekki skatt af tekjum upp á 840 milljónir evra. Þessu greinir Il Sole 24, eitt stærsta viðskiptablað Ítalíu frá í dag.

Stofnendur tískurisans, þeir Domenico Dolce og Stefano Gabbana, liggja undir grun ásamt fimm öðrum einstaklingum en rannsókn málsins telst nú lokið. Formleg ákæra liggur ekki fyrir.

Tildrög málsins eru þau að Dolce & Gabbana stofnaði fyrirtæki í Lúxemborg á árunum 2004 og 2005 sem fékk leyfi til að nota vörumerki tískurisans. Með því er tískurisinn talinn hafa komist undan ítölskum skattayfirvöldum en umrætt fyrirtæki, Gado, var í raun stjórnað frá Ítalíu. Að sögn ítalska dagblaðsins Il Messaggero daily hljóða ógreiddu skattarnir upp á 420 milljónir evra.

Á síðustu mánuðum hafa ítölsk stjórnvöld unnið markviss að því að koma upp umþá sem reyna að komast hjá greiðslu á skatti í því skyni að auka ríkistekjur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK