Vestia-félögin með mikið tap

Sam­an­lagt tap þeirra fjög­urra fé­laga, sem fylgdu með í kaup­um Fram­taks­sjóðs líf­eyr­is­sjóðanna á eignaum­sýslu­fé­lag­inu Vestia, nam 884 millj­ón­um króna í fyrra og um 70,8 millj­örðum króna árið 2008.

Fram­taks­sjóður­inn keypti Vestia á 19,8 millj­arða króna, en ekki fylgdu öll fyr­ir­tæki Vestia með í kaup­un­um. Þau fyr­ir­tæki sem sjóður­inn eignaðist eru Icelandic Group, Húsa­smiðjan, Plast­prent og 62 pró­senta hlut­ur í Teymi, en meðal dótt­ur­fyr­ir­tækja Teym­is eru Voda­fo­ne, Skýrr, EJS og Hug­urAx.

Icelandic var eina fyr­ir­tækið sem skilaði hagnaði í fyrra, eða um 6,2 millj­ón­um evra, sem jafn­gild­ir um 957 millj­ón­um króna á gengi dags­ins í dag. Húsa­smiðjan tapaði hins veg­ar 842 millj­ón­um, Plast­prent 458 millj­ón­um og Teymi 542 millj­ón­um króna.

Skuld­ir fyr­ir­tækj­anna nema sam­tals 58,2 millj­örðum króna og eign­irn­ar um 90,1 millj­arði, sam­kvæmt árs­reikn­ing­um fyr­ir árið 2009. Tvö fyr­ir­tækj­anna skera sig hins veg­ar úr hvað varðar eig­in­fjár­stöðu. Eigið fé Plast­prents er nei­kvætt um 153,3 millj­ón­ir króna, sem þýðir að skuld­ir eru meiri en eign­ir. Þá eru skuld­ir Húsa­smiðjunn­ar rúm­ir sex millj­arðar en eigið fé 583 millj­ón­ir og eig­in­fjár­hlut­fall því um 8,8 pró­sent.

Eig­in­fjár­hlut­fall Teym­is og Icelandic er hins veg­ar mun betra. Skuld­ir Icelandic eru 299 millj­ón­ir evra og eigið fé 142,5 millj­ón­ir. Þar af eru 63,4 millj­ón­ir evra svo­kallaðar óefn­is­leg­ar eign­ir, að stærst­um hluta viðskipta­vild. Að henni slepptri er eig­in­fjár­hlut­fall Icelandic um 22,3 pró­sent í stað 32,3 pró­senta.

Skuld­ir Teym­is eru tæp­ir sex millj­arðar króna og eign­ir um 12,9 millj­arðar. Eigið fé er því tæp­ir sjö millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fall um 54 pró­sent. Nær allt eigið fé Teym­is er hluta­fé og óefn­is­leg­ar eign­ir sára­litl­ar.

Erfitt er að meta hvert raun­veru­legt virði fé­laga eins og þess­ara er og hvort Fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn gerði góð kaup þegar hann keypti Vestia á 19,8 millj­arða króna. Eins og sést á þess­ari yf­ir­ferð eru eign­irn­ar hins veg­ar afar mis­góðar miðað við árs­reikn­inga og koma mun í ljós hvort hinn nýi eig­andi mun þurfa að veita þeim aukið fé áður en hægt verður að selja þau, hvenær sem það verður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK