Vöruskiptahallinn á evru-svæðinu nam 7,5 milljörðum evra, 1.170 milljörðum króna, í ágúst og jókst mikið á milli mánaða en í júlí nam hann 4,1 milljarði evra á svæðinu, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Evrópu.
Halli hefur verið á vöruskiptum evru-svæðisins nánast undantekningar laus síðustu tólf mánuði. Eini mánuðurinn þar sem afgangur var á vöruskiptum er desember í fyrra er hann nam 900 milljónum evra.