Bjartsýni fjárfesta ekki minni í 21 mánuð

Þýskir sérfræðingar eru svartsýnir á horfur næstu mánuði
Þýskir sérfræðingar eru svartsýnir á horfur næstu mánuði Reuters

Þýskir fjárfestar eru afar svartsýnir um þessar mundir en samkvæmt nýrri könnun sem ZEW stofnunin hefur gert meðal 282 sérfræðinga á fjármálasviði og fagfjárfesta mælist vísitalan -7,2 stig en hún var -4,3 stig í september. Hefur svartsýni þeirra ekki mælst meiri í 21 mánuð.

Telja margir þeirra sem tóku þátt í könnuninni að hægja muni á efnahagsbatanum á næstu sex mánuðum en þrátt fyrir það eru menn enn svartsýnni heldur en gert hafði verið ráð fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK