Japanskur efnahagur er í biðstöðu forsætisráðuneyti landsins, en áhyggjur fara vaxandi af styrkleika jensins. Þetta er neikvæðasta yfirlýsing sem ríkisstjórn Japans hefur gefið frá sér um efnahaginn í tæp 2 ár.
Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórnin ítrekað fullyrt að efnahagurinn sé á uppleið, en nú eru skilaboðin þau að efnahagurinn muni halda áfram að vera veikur enn um sinn. Helsta áhyggjuefnið er hver dregið hefur úr eftirspurn eftir útflutningsvörum frá Japan, samhliða styrkingu jensins.
Sérstaklega hefur dregið mikið úr útflutningi Japana til annarra Asíulanda og kemur það hart niður á útflytjendum sem þegar líða fyrir sterkt gengi jensins. Jenið hefur vart verið hærra gagnvart dollar í 15 ár, þrátt fyrir þá ákvörðun fjármálaráðuneytisins að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn í síðasta mánuði, í fyrsta sinn í sex ár.