Olíuverð á niðurleið

Frá NYMEX markaðnum í New York
Frá NYMEX markaðnum í New York Reuters

Verð á hrá­ol­íu fór niður fyr­ir 83 Banda­ríkja­dali tunn­an í ra­f­ræn­um viðskipt­um í Asíu í nótt og morg­un þar sem fjár­fest­ar virðast ef­ast um hver staðan er í efna­hags­mál­um Banda­ríkja­manna. Eins hafði hækk­un á gengi Banda­ríkj­dals áhrif en öll hrá­olíu­viðskipti fara fram í Banda­ríkja­döl­um.

Í New York hef­ur verið á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í nóv­em­ber lækkað um 32 sent og er 82,74 dal­ir tunn­an.

Í Lund­ún­um hef­ur verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu til af­hend­ing­ar í des­em­ber lækkað um 59 sent og er 83,78 dal­ir tunn­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK