Verðið á HS Orku var of hátt

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy.
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy.

Ross Beaty, forstjóri kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, segir í viðtali við kanadíska blaðið The Globe and Mail, að fyrirtækið hafi greitt mjög hátt verð fyrir HS Orku, sennilega of hátt en íslenska fyrirtækið falli þó vel að viðskiptastefnu Magma.

Beaty viðurkennir í viðtalinu, að hafa mistekist að tala máli Magma Energy á Íslandi vegna þess, að íslenska ríkisstjórnin hafi augljóslega verið andvíg fyrirtækinu. Fyrirtækið gjaldi þess nú. 

Beaty segir, að helsta verkefnið nú sé að sannfæra íslensku þjóðina um að Magma sé gott fyrirtæki sem sé ekki að reyna að kaupa upp orkuauðlindir Íslands. Þá sé fyrirtækið heldur ekki að leita að skammtímagróða vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslenskum efnahagsmálum.  

Þá segist hann sjá eftir því að hafa átt orðastað við Björk Guðmundsdóttur í fjölmiðlum. Björk sé andvíg erlendri fjárfestingu í nýtingu auðlinda á Íslandi og það sé mjög erfitt að andæfa slíkri skoðun.

Viðtalið við Ross Beaty

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK