Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hækkar

Sultartangastöð Landsvirkjunar.
Sultartangastöð Landsvirkjunar.

Matsfyrirtækið Standard og Poor‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr BB í BB+ með neikvæðum horfum. Er ástæðan sögð sú að breyttar áherslur eru í rekstri Landsvirkjunar og markvisst sé unnið að því að draga úr áhættu í rekstri.

Í tilkynningu S&P segir, að rekstraráhætta Landsvirkjunar hafi minnkað með því að dregið hafi verið úr tengingu tekna við álverð, sem dragi úr áhættu í rekstri. Lausafjárstaða fyrirtækisins hafi styrkst með auknu aðgengi að fjármagni og hafi ekki lengur áhrif á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar.

Þá gefi afkoma á fyrri hluta ársins 2010 til kynna að búast megi við að afkoma fyrirtækisins batni enn frekar á komandi árum. Þá segist S&P telja það jákvæða þróun, að Landsvirkjun leggi nú aukna áherslu á arðsemi í stefnu sinni. Hins vegar takmarki það möguleika á arðsemi, að fyrirtækið hafi það hlutverk að útvega tiltölulega ódýra orku til stóriðju.

Neikvæðar horfur í einkunn Landsvirkjunar eru sagðar endurspegla neikvæðar horfur fyrir lánshæfismat  íslenska ríkisins en einkunn ríkisins hjá S&P er BBB- í erlendri mynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka