Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hækkar

Sultartangastöð Landsvirkjunar.
Sultartangastöð Landsvirkjunar.

Mats­fyr­ir­tækið Stand­ard og Poor‘s hef­ur hækkað láns­hæfis­ein­kunn Lands­virkj­un­ar úr BB í BB+ með nei­kvæðum horf­um. Er ástæðan sögð sú að breytt­ar áhersl­ur eru í rekstri Lands­virkj­un­ar og mark­visst sé unnið að því að draga úr áhættu í rekstri.

Í til­kynn­ingu S&P seg­ir, að rekstr­aráhætta Lands­virkj­un­ar hafi minnkað með því að dregið hafi verið úr teng­ingu tekna við ál­verð, sem dragi úr áhættu í rekstri. Lausa­fjárstaða fyr­ir­tæk­is­ins hafi styrkst með auknu aðgengi að fjár­magni og hafi ekki leng­ur áhrif á láns­hæfis­ein­kunn Lands­virkj­un­ar.

Þá gefi af­koma á fyrri hluta árs­ins 2010 til kynna að bú­ast megi við að af­koma fyr­ir­tæk­is­ins batni enn frek­ar á kom­andi árum. Þá seg­ist S&P telja það já­kvæða þróun, að Lands­virkj­un leggi nú aukna áherslu á arðsemi í stefnu sinni. Hins veg­ar tak­marki það mögu­leika á arðsemi, að fyr­ir­tækið hafi það hlut­verk að út­vega til­tölu­lega ódýra orku til stóriðju.

Nei­kvæðar horf­ur í ein­kunn Lands­virkj­un­ar eru sagðar end­ur­spegla nei­kvæðar horf­ur fyr­ir láns­hæf­is­mat  ís­lenska rík­is­ins en ein­kunn rík­is­ins hjá S&P er BBB- í er­lendri mynt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK