Verð á hráolíu hefur hækkað lítillega í viðskiptum í Asíu í morgun eftir hrun í gær. Lækkunin í gær er sú mesta á einum degi síðan í febrúar. Skýrist þetta af vaxtahækkun í Kína í gær, ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif á allt viðskiptalíf heimsins.
Verð á hráolíu á NYMEX markaðnum í New York' hefur hækkað um 41 sent í dag og er 79,90 dalir tunnan. Það er þó langt frá því að bæta upp lækkunina í gær en þá lækkaði tunnan af hráolíu til afhendingar í nóvember um 3,49 dali.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 20 sent í dag og er 81,30 dalur. Í gær lækkaði verðið á tunnunni um 3,27 dali.