Olíumarkaðir jafna sig eftir hrun í gær

Kínverjar flytja út gríðarlega mikið af vörum og hefur vaxtahækkun …
Kínverjar flytja út gríðarlega mikið af vörum og hefur vaxtahækkun þar í landi áhrif á allan viðskiptaheiminn Reuters

Verð á hrá­ol­íu hef­ur hækkað lít­il­lega í viðskipt­um í Asíu í morg­un eft­ir hrun í gær. Lækk­un­in í gær er sú mesta á ein­um degi síðan í fe­brú­ar. Skýrist þetta af vaxta­hækk­un í Kína í gær, ákvörðun sem hef­ur gríðarleg áhrif á allt viðskipta­líf heims­ins.

Verð á hrá­ol­íu á NY­MEX markaðnum í New York' hef­ur hækkað um 41 sent í dag og er 79,90 dal­ir tunn­an. Það er þó langt frá því að bæta upp lækk­un­ina í gær en þá lækkaði tunn­an af hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í nóv­em­ber um 3,49 dali.

Í Lund­ún­um hef­ur verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu hækkað um 20 sent í dag og er 81,30 dal­ur. Í gær lækkaði verðið á tunn­unni um 3,27 dali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK