Það versta að baki á fasteignamarkaði?

Ýmis teikn eru á lofti um, að það versta kunni nú að vera afstaðið á íbúðamarkaðinum. Þannig hækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% í september.

Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á þennan mælikvarða lækkað um 3,2% að nafnverði en á sama tíma fyrir ári síðan nam lækkunin hins vegar 10,2%. Frá áramótum hefur íbúðaverð nú hækkað um 0,6% að nafnverði. 

Greining Íslandsbanka segir, að óvenju mikil velta hafi verið í september á íbúðamarkaðinum miðað við það sem verið hefur verið síðustu misserin. Samtals var 347 kaupsamningum þinglýst í september sem er aukning um 65% frá fyrri mánuði þegar 211 samningum var þinglýst.

Þá eru þetta 50% fleiri samningar en í sama mánuði fyrir ári síðan þegar samtals 228 kaupsamningum var þinglýst. Segir Íslandsbanki, að leita þurfi allt aftur til mars 2008 til að finna mánuð þar sem fleiri samningar voru gerðir, en að meðaltali hafa verið gerðir 180 kaupsamningar í mánuði hverjum síðan hrunið skall á.  

Íslandsbanki segir, að haldi þessi þróun áfram næstu mánuði sé ljóst að lífsmark virðist vera að kvikna á íbúðamarkaði á nýjan leik.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK