Með 228 milljónir í laun 2009

Svein Harald Øygard
Svein Harald Øygard Ómar Óskarsson

Seðlabankastjórinn fyrrverandi, Svein Harald Øygard, hafði tæplega 11,9 milljónir norskra króna í tekjur í fyrra. Miðað við gengisskráningu Seðlabanka Íslands nemur það um 228 milljónum íslenskra króna, eða um 19 milljónir króna á mánuði.

Þetta kemur fram í álagningarskrá norskra skattayfirvalda. Øygard gegndi stöðu seðlabankastjóra á Íslandi frá febrúar 2009 og fram til loka ágústmánaðar sama árs. Í álagningarskránni kemur fram að heildareignir Øygard nemi um 23,5 milljónum norskra króna, eða sem nemur 451 milljón íslenskra króna.

Greint frá frá því á mbl.is í gær að norska álagningarskráin er aðgengileg á netinu, meðal annars á vef Aftenposten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK