Skilyrði fyrir frekari afnámi gjaldeyrishafta um áramót

Horfur eru á að öll skilyrði verði fyrir nlæstu skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York í vikunni. Enn fremur sagði hann að það væri nauðsynlegt að lyfta þeim fyrr frekar en síðar.

Í ræðunni sagði Már þrjú skilyrði fyrir frekari afnámi haftanna og að íslenska hagkerfið fulltengist fjármálamörkuðum á ný. Í fyrsta lagi þarf stöðugleiki  að komast á efnahagslífið og traust þarf á ríkja á sjálfbærni skuldastöðu ríkisins þarf að vera til staðar. Í öðru lagi þarf seðlabankinn að ráða yfir fullnægjandi gjaldeyrisforða og að lokum þarf stöðugleiki að komast á fjármálakerfið.

Fyrstu tveim skilyrðunum er fullnægt að mati Más og telur hann allar forsendur fyrir afnámi hafta verði til staðar fyrir árslok. Fram kom í ræðu seðlabankastjórans að standa þurfi að afnámi haftanna, þegar þar að kemur,  með þeim hætti að sveiflur á gengi krónunnar og umrót á fjármálamarkaði verði eins lítið og mögulegt ár.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK