Skilyrði fyrir frekari afnámi gjaldeyrishafta um áramót

Horfur eru á að öll skilyrði verði fyrir nlæstu skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York í vikunni. Enn fremur sagði hann að það væri nauðsynlegt að lyfta þeim fyrr frekar en síðar.

Í ræðunni sagði Már þrjú skilyrði fyrir frekari afnámi haftanna og að íslenska hagkerfið fulltengist fjármálamörkuðum á ný. Í fyrsta lagi þarf stöðugleiki  að komast á efnahagslífið og traust þarf á ríkja á sjálfbærni skuldastöðu ríkisins þarf að vera til staðar. Í öðru lagi þarf seðlabankinn að ráða yfir fullnægjandi gjaldeyrisforða og að lokum þarf stöðugleiki að komast á fjármálakerfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK