Skilyrði fyrir frekari afnámi gjaldeyrishafta um áramót

Horf­ur eru á að öll skil­yrði verði fyr­ir nlæstu skref í átt að af­námi gjald­eyr­is­hafta fyr­ir lok þessa árs. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmunds­son­ar, seðlabanka­stjóra, á fundi Íslensk-am­er­íska versl­un­ar­ráðsins í New York í vik­unni. Enn frem­ur sagði hann að það væri nauðsyn­legt að lyfta þeim fyrr frek­ar en síðar.

Í ræðunni sagði Már þrjú skil­yrði fyr­ir frek­ari af­námi haft­anna og að ís­lenska hag­kerfið full­teng­ist fjár­mála­mörkuðum á ný. Í fyrsta lagi þarf stöðug­leiki  að kom­ast á efna­hags­lífið og traust þarf á ríkja á sjálf­bærni skulda­stöðu rík­is­ins þarf að vera til staðar. Í öðru lagi þarf seðlabank­inn að ráða yfir full­nægj­andi gjald­eyr­is­forða og að lok­um þarf stöðug­leiki að kom­ast á fjár­mála­kerfið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK