Hagnaður af rekstri þýska bílaframleiðandans Volkswagen nam 4,8 milljörðum evra, rúmlega 750 milljörðum króna, fyrstu níu mánuði ársins. Hefur hagnaðurinn þrefaldast frá síðasta ári þegar hann nam 1,5 milljörðum evra.
Segir félagið að einnig sé búist við hagnaði á síðasta ársfjórðungi þótt heldur muni draga úr tekjuaukningu og eftirspurn.
Sölutekjur námu 92,5 milljörðum evra og jukust um 19,9%. Segir félagið að eftirspurn hafi aukist á öllum mörkuðum, einkum í Kína.