Helstu hlutabréfamarkaðir Asíu hækkuðu í dag og er það rakið til samkomulags tuttugu helstu iðnríkja heims, G-20, um að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir gjaldmiðlastríð og það ójafnvægi sem ríkir í viðskiptum.
Fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra ríkjanna 20 lauk á laugardag í Suður-Kóreu.
Í Hong Kong hefur Hang Seng vísitalan hækkað um tæpt 1% og í Seúl nemur hækkunin 0,97%. Sjanghaí um 1,89% en Nikkei lækkaði í Tókýó um 0,27%. Er það rakið til lækkun Bandaríkjadals gagnvart jeninu en hann hann hefur ekki verið lægri í fimmtán ár.