Viðskipti með Iceland rannsökuið

Verið er að rannsaka hvort mörghundruð milljarða króna viðskipti með bresku verslunarkeðjuna Iceland hafi verið risavaxin flétta og markaðsmisnotkun til að sjúga fé út úr íslensku bönkunum. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Að sögn Sjónvarpsins keypti félag undir forustu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar Iceland árið 2005 fyrir jafnvirði 35 milljarða króna á núverandi gengi.  Tveimur árum síðar stofnuðu sömu aðilar annað fyrirtæki, sem keypti Iceland á jafnvirði 100 milljarða. Í báðum tilfellum voru kaupin fjármögnuð með lánsfé frá íslensku bönkunum.

Sjónvarpið sagði, að með þessu hefði upphaflega félagið innleyst mikinn hagnað sem var greiddur út til eigenda. Baugur Group hafi síðan árið 2008 selt gamla Landsbankanum 8% hlut í Iceland í mars á 11 milljarða og síðan 7,5% hlut í júlí á 18 milljarða. Gengishækkunin á þessu 5 mánaða tímabili var 74%. Einnig keypti Glitnir 7,5% hlut í Iceland á 18 milljarða. Samkvæmt þessu var Iceland metið á 250 milljarða króna síðsumar 2008.

Fjallað var um viðskiptin með bréf Iceland árið 2008 í Morgunblaðinu í apríl sl. Þar kom fram, að þessi skyndilega verðhækkun á hlutabréfum Iceland hefði að hluta verið  skýrð með nýjum fjárhagsupplýsingum sem bárust um Iceland milli viðskiptanna.

Morgunblaðið sagði, að þær 240 milljónir punda sem Baugur fékk fyrir samtals 23% hlut í Iceland notaðar til greiðslu á öðrum skuldum. Baugur fékk hins vegar kauprétt á hlutunum í Iceland sem seldir voru til bankanna tveggja. 

Morgunblaðið sagði einnig, að félagið Stytta seldi Landsbankanum 29% hlut í Iceland, sem áður var í eigu Fons, á 430 milljónir punda í ágúst 2008. Því tókst að losa tæplega 700 milljónir punda fyrir rúmlega 52% hlut í fyrirtækinu.  

Sjónvarpið sagði, að skilanefndir Landsbankans og Glitnis skoðuðu nú þessi viðskipti með aðstoð sérfræðinga og angar málsins hefðu ratað til sérstaks saksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK