Best heppnuðu kaup á breskum markaði

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Pálmi Haraldsson, kaupsýslumaður, segir að kaup íslenskra fjárfesta á bresku verslunarkeðjunni Iceland hafi verið talin ein best heppnuðu kaup á breskum markaði á þessum áratug. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Pálmi hefur sent frá sér vegna fréttar, sem birtist í Sjónvarpinu í gærkvöldi en þar kom fram, að grunur leiki á að  viðskipti með hlutafé í Iceland, eftir að Íslendingar keyptu félagið árið 2005, hafi verið viðskiptaflétta með það að markmiði að ná fé út úr íslensku bönkunum. 

Pálmi segir í yfirlýsingunni, að hann hafi komið nálægt mörgum viðskiptum, sum hafi gengið vel, önnur síður. 

„Stolt mitt á mínum ferli er aðkoma mín að kaupunum á bresku verslunarkeðjunni Iceland árið 2005. Kaupin hafa verið talin ein best heppnuðu kaup á breskum markaði á þessum áratug.  Frá fyrsta degi gekk rekstur verslananna framúrskarandi, sölutölur voru upp á við og ásamt hagræðingu í rekstri, var fjárfestingin fljót að skila sér í afkomu félagsins, enda  fór hún fram úr björtustu vonum.
 
Vegna þessa hækkaði verðmæti hlutafjárins og eftir því sem ég veit best, er það enn að hækka og er ein aðaleign íslenska þjóðarbúsins í gegnum skilanefnd Landsbanka Íslands hf.   Hvers vegna var þessa ekki getið í frétt RÚV í gær?" segir m.a.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK