Jón Ásgeir gerir athugasemd við frétt

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son hef­ur sent frá sér at­huga­semd vegna frétt­ar Sjón­varps­ins í gær­kvöldi um mál­efni versl­un­ar­keðjunn­ar Ice­land sem er ein þeirra eigna sem bank­arn­ir eignuðust að miklu leyti vegna gjaldþrots Baugs.

„Ég hafna með öllu fram­setn­ingu Svavars Hall­dórs­son­ar í frétt í RUV í kvöld þar sem  hann hef­ur eft­ir ein­hverj­um huldu­manni, að viðskipti með Ice­land Foods hafi verið ,,skítaflétta”. 

Síðan Ice­land var keypt á ár­inu 2005 hef­ur það greitt ís­lensk­um fjár­fest­um, þar á meðal Lands­banka Íslands um 67 millj­arða króna í arð. Þrátt fyr­ir það er hluta­fé fé­lags­ins í dag metið á 200-250 millj­arða, en skila­nefnd Lands­banka Íslands hf. hafnaði nú ný­verið til­boði í fé­lagið upp á 1 millj­arð punda.  É

g þori að full­yrða að þessi eign er verðmæt­asta eign gömlu bank­anna og mun greiða hátt í þriðjung af IceS­a­ve gati Lands­bank­ans. Eng­inn mun tapa á þess­ari fjár­fest­ingu, því Ice­land er eitt verðmæt­asta fé­lag í einka­eigu í Bretlandi.
Ástæða er til að taka fram að 15 bank­ar komu að end­ur­fjármögn­un á Ice­land. Allt það fé sem Ice­land Foods tók að láni hef­ur verið greitt til baka. Það geta ís­lensku bank­arn­ir staðfest en Deutsche Bank var einn þeirra banka sem leiddi end­ur­fjármögn­un­ina á sín­um tíma.
 
Í fram­setn­ingu frétta­manns­ins stend­ur ekki steinn yfir steini.  Það kem­ur svo sem ekki á óvart þegar þessi fréttamaður á í hlut. Það sem hann reyn­ir að gera tor­tryggi­legt er, að árið 2008 samþykkti Baug­ur að láta af hendi hluti í Ice­land Foods til viðskipta­banka sinna til að lækka skuld­ir, sem höfðu hækkað vegna falls ís­lensku krón­unn­ar.  Eng­ir fjár­mun­ir fóru út úr bönk­un­um vegna þessa. Að kalla það,,skítafléttu“, krefst ákveðins hug­ar­fars, sem á ekki heima á frétta­stofu RUV.
Þess má geta, að fyrr á þessu ári líkti yf­ir­maður út­bús Lands­bank­ans í London Ice­land Foods við seðla­prent­un­ar­vél.  Og eins kom fram í Frétta­blaðinu fyr­ir stuttu hafnaði Skila­nefnd Lands­bank­ans 200 millj­arða til­boði í fé­lagið.  Áætluð EBITDA Ice­land Foods á þessu rekstr­ar­ári eru um 37 millj­arðar og fé­lagið er skuld­laust.  Kaup­in á Ice­land Foods hafa oft verið nefnd næst bestu kaup Bret­lands­sög­unn­ar í versl­un á eft­ir kaup­un­um á Arca­dia" seg­ir Jón Ásgeir í at­huga­semd.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK