Samdi um að kaupa aftur hlutabréf

Jón Ásgeir Jóhannesson samdi við Glitni og gamla Landsbankann um að kaupa aftur hlutabréf sem hann seldi þeim rétt fyrir hrun. Samninginn notaði hann síðan sem veð fyrir skuldum hjá Glitni. Þetta kemur fram á vef RÚV og fjallað var um þetta í hádegisfréttum og kvöldfréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 1. apríl sl. fjallaði Þórður Gunnarsson um þessi viðskipti Jóns Ásgeirs og félaga. Þar kom fram að Baugur seldi Landsbankanum og Glitni hlutabréf í Iceland í nokkrum skömmtum á árinu 2008. Fyrstu viðskiptin áttu sér stað í mars, en þá seldi Baugur 8% hlut í Iceland til Landsbankans fyrir um það bil 60 milljónir punda.

Iceland nánast tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma

Landsbankinn var strax á þessum tíma í nokkrum vandræðum vegna Baugs, en áhætta gagnvart fyrirtækinu dansaði í kringum hið lögboðna hámark samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins. Þær reglur kveða á um að áhætta gagnvart einstökum viðskiptavini megi ekki nema meira en 25% af eigin fé.

Nokkrum vikum síðar seldi Baugur meira af Iceland inn í Landsbankann, í það skiptið 7,5% eignarhlut. Verðið hafði þá hækkað nokkuð, og 100 milljónir punda fengust fyrir þann hlut. Á svipuðum tíma voru síðan 7,5% seld til viðbótar til Glitnis fyrir sömu upphæð, 100 milljónir punda. Iceland tvöfaldast því nánast í verði á stuttum tíma. Þessi skyndilega verðhækkun hefur að hluta verið skýrð með nýjum fjárhagsupplýsingum sem bárust um Iceland milli viðskiptanna.

Peningar notaðir til að greiða aðrar skuldir

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru þær 240 milljónir punda sem Baugur fékk fyrir samtals 23% hlut í Iceland notaðar til greiðslu á öðrum skuldum. Baugur fékk hins vegar kauprétt á hlutunum í Iceland sem seldir voru til bankanna tveggja.Þeir kaupréttarsamningar voru síðan veðsettir vegna annarra lána.

Fram hefur komið í fréttum að skilanefnd Glitnis ráði yfir 10% hlut í Iceland, en 2,5% sem út af standa leysti Glitnir til sín vegna aðskilins veðkalls.

Fram hefur komið að félagið Stytta seldi Landsbankanum 29% hlut í Iceland, sem áður var í eigu Fons, á 430 milljónir punda í ágúst 2008. Því tókst að losa tæplega 700 milljónir punda fyrir rúmlega 52% hlut í fyrirtækinu. Eftir því sem næst verður komist var nær öll fjárhæðin notað til greiðslu skulda, að því er kom fram í frétt Þórðar Gunnarssonar í Morgunblaðinu þann 1. apríl sl.

Tilkynning frá Jóni Ásgeiri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK