Ávöxtunarkrafa lækkar vegna verðbólgutalna

mbl.is/Heiðar

Skuldabréfamarkaðurinn brást nokkuð hressilega við verðbólgutölum Hagstofunnar sem birtar voru nú í morgun, en sem kunnugt er hækkaði vísitalan um 0,74% í október sem var nokkuð meira en fjárfestar áttu von á.

Það sem af er morgni hefur krafa verðtryggða hluta markaðarins hliðrast niður á við. Hefur krafa íbúðabréfa lækkað um 10-14 punkta frá dagslokakröfunni í gær og krafa verðtryggða ríkisbréfaflokksins RIKS21 um 15 punkta. Krafa íbúðabréfanna liggur nú á bilinu 3,32%-3,52% en krafa RIKS21 er 3,46%, samkvæmt Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK