Innleystu kauprétt fyrir 300 milljónir

Baugur Group.
Baugur Group. mbl.is

BGE eignarhaldsfélag keypti hlutabréf í Baugi af nokkrum starfsmönnum sínum á árinu 2008 fyrir um 300 milljónir króna. BGE og Baugur eru bæði gjaldþrota og hlutabréfin sem keypt voru eru verðlaus. Um þetta verður fjallað í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, segir að BGE eignarhaldsfélag hafi keypt hlutabréf í Baugi Group af 4-5 starfsmönnum félagsins á um 300 milljónir króna á árinu 2008. Bréfin hafi orðið verðlaus nokkrum mánuðum síðar við gjaldþrot Baugs. Mestu hafi munað um kaup á bréfum Skarphéðins Berg Steinarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra hjá Baugi.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að BGE hafi verið sérstaklega stofnað í nóvember 2003 til að halda utan um kaupréttarsamningakerfi starfsmanna Baugs. Kerfið virkaði þannig að Kaupþing lánaði Baugi gegn veði í hlutabréfum félagsins og Baugur lánaði féð síðan áfram til starfsmanna Baugs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK