Telja verðbólguhorfur óbreyttar

Verð á fatnaði hækkaði um 0,1% þrátt fyrir viðamiklar útsölur …
Verð á fatnaði hækkaði um 0,1% þrátt fyrir viðamiklar útsölur í verslanamiðstöðvum Reuters

Þótt verðbólga hafi reynst meiri en vænst var í október virðast verðbólguhorfur í stórum dráttum óbreyttar. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs (VNV) um 0,74% á milli september og október. Verðbólga mælist nú 3,3% en var 3,7% í september. Fastskattaverðbólga er hins vegar 2,6% og þar með komin að verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

„Þessi mæling breytir ekki í stórum dráttum sýn okkar á verðbólguþróun næstu mánuðina. Nokkur hækkun mun verða á vísitölunni fram til áramóta vegna frekari áhrifa af hækkun veitufyrirtækja og verðhækkunum á landbúnaðarhrávörum erlendis. Hins vegar mun verðbólga halda áfram að hjaðna jafnt og þétt, og mælingin í morgun ætti ekki að hafa áhrif á vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku, sér í lagi þegar hún er sett í samhengi við septembermælinguna, þegar VNV stóð óbreytt milli mánaða," segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK