Verðbólgan 3,3%

Gjaldskrárhækkanir orkufyrirtækja höfðu mest áhrif á verðbólguna í október
Gjaldskrárhækkanir orkufyrirtækja höfðu mest áhrif á verðbólguna í október Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,74% í október frá síðasta mánuði sem er mun meiri hækkun heldur en greiningardeildir höfðu spáð en spár þeirra hljóðuðu upp á 0,4-0,5% hækkun milli mánaða.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,81% frá september.


Kostnaður vegna hitaveitu eykst um 23,5%

Kostnaður vegna hitaveitu hækkaði um 23,5% (vísitöluáhrif 0,27%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 15,6% (0,13%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,9% (0,11%) og voru áhrif af  hækkun markaðsverðs 0,12% en af lækkun raunvaxta  -0,01%. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 0,7% (0,10%), samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 4,0% verðbólgu á ári (4,9% verðbólga fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Hefur verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili ekki verið jafn lítil síðan í júní 2005 eða í rúm fimm ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka