Eitt stórt Ponzi-svindl

Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna
Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna JIM YOUNG

Banda­rísk stjórn­völd reka út­smogið Ponzi-svindl með því að kaupa skulda­bréf fyr­ir bill­jón­ir dala, í því skyni að örva efna­hags­lífið. Þetta seg­ir Bill Gross, fram­kvæmda­stjóri hjá stærsta skulda­bréfa­sjóðs í heimi, Pimco.

Reiknað er með því að Seðlabanki Banda­ríkj­anna muni á næst­unni hefja aðra um­ferð seðla­prent­un­ar, í þetta skipti upp á allt að 500 millj­arða dala. Áður hafa verið bún­ar til 1,2 bill­jón­ir.

Gross, sem skef­ur ekki utan af því, seg­ir Seðlabank­ann ekki eiga annarra kosta völ, en seg­ir að með seðla­prent­un sé til langs tíma „verið að stela fjár­mun­um úr vasa skulda­bréfa­eig­enda með verðbólgu og nei­kvæðum raun­vöxt­um.“

„Seðla­prent­un upp á bill­jón­ir dala er ekki hag­stætt skulda­bréfa­eig­end­um,“ seg­ir Gross, „hún veld­ur í raun verðbólgu. Ef satt skal segja er það hálf­gert Ponzi-svindl,“ skrif­ar Gross í frétta­bréfi sínu, og seg­ir að skulda­bréfa­eig­end­ur hafi alltaf átt von á því að fá hlut­deild af framtíðar­vexti.

„Nú, þegar efa­semd­ir eru um hag­vöxt, virðist Seðlabank­inn ætla að ganga skref­inu lengra í svindl­inu. Þeir eru farn­ir að taka þátt í veisl­unni sjálf­ir. Höf­um við nokk­urn tím­ann séð jafn óforskammað Ponzi-svindl? Ég held ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK