Helguvík af stað 2011?

Á álverslóðinni við Helguvík.
Á álverslóðinni við Helguvík. mbl.is/Golli

Century Aluminum tapaði 16,8 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi, en félagið birti uppgjör fyrir tímabilið í gær. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nú sé skammt þangað til hægt verði að hefja meiriháttar framkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík. „Framgangur mála þar hefur verið hægari en við hefðum kosið, vegna fjölda þátta sem stafa af stjórnmálalegu og efnahagslegu ástandi á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Vilja hefja fullar framkvæmdir í Helguvík á ný um mitt næsta ár

Stjórnendur Century eru þó hinir bjartsýnustu á framgang mála í Helguvík. „Að svo stöddu er erfitt að segja til um hvenær við munum hefja fullar framkvæmdir í Helguvík að nýju, en við erum fullir vonar um að það takist um mitt ár 2011.“

Frétt mbl.is um afkomu Century frá 26. október

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK