Sjá fyrir endann á verðhjöðnun

Verðbréfamiðlari í Tokyo
Verðbréfamiðlari í Tokyo YURIKO NAKAO

Seðlabanki Jap­ans seg­ist sjá fram á að bund­inn verði endi á verðhjöðnun í land­inu fyr­ir lok fjár­laga­árs­ins 2011. Í til­kynn­ingu frá bank­an­um seg­ir að hægt hafi á efna­hags­bata lands­ins vegna hæg­ari vaxt­ar í út­flutn­ings- og fram­leiðslu­grein­um.

Bank­inn varaði jafn­framt við því að sterkt gengi jens­ins gagn­vart öðrum stór­um gjald­miðlum geti haft nei­kvæð áhrif á end­ur­reisn hag­kerf­is­ins eft­ir erfiða niður­sveiflu.

„Hægja mun á vexti á síðari hluta fjár­laga­árs­ins 2010,“ seg­ir í til­kynn­ingu bank­ans, en hann hef­ur breytt spá sinni um 2,6% vöxt í 2,1%.

Dvín­andi áhrif örv­andi efna­hagsaðgerða í öðrum lönd­um eru tal­in meðal ástæðna þessa, auk styrk­ing­ar jens­ins.

Bank­inn spá­ir því að verðhjöðnun árs­ins í ár verði 0,4%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK