Seðlabanki Japans segist sjá fram á að bundinn verði endi á verðhjöðnun í landinu fyrir lok fjárlagaársins 2011. Í tilkynningu frá bankanum segir að hægt hafi á efnahagsbata landsins vegna hægari vaxtar í útflutnings- og framleiðslugreinum.
Bankinn varaði jafnframt við því að sterkt gengi jensins gagnvart öðrum stórum gjaldmiðlum geti haft neikvæð áhrif á endurreisn hagkerfisins eftir erfiða niðursveiflu.
„Hægja mun á vexti á síðari hluta fjárlagaársins 2010,“ segir í tilkynningu bankans, en hann hefur breytt spá sinni um 2,6% vöxt í 2,1%.
Dvínandi áhrif örvandi efnahagsaðgerða í öðrum löndum eru talin meðal ástæðna þessa, auk styrkingar jensins.
Bankinn spáir því að verðhjöðnun ársins í ár verði 0,4%.