Skelfingarástand á markaði

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir

Skuldabréfamarkaðurinn miðvikudaginn 22. september síðastliðinn festist í vítahring söluþrýstings, óvissu og veðkalla eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans sama dag. Breyttust forsendur fjárfesta um vaxtaþróun og afnám gjaldeyrishafta.

Nam lækkunin innan dags rúmum átta prósentum og töpuðu margir gríðarlegum fjárhæðum, einkum sjálfstæðir fjárfestar, sem stundað höfðu skuldsett skuldabréfakaup.

Fór svo að bækur viðskiptavaka sprungu, sem þýðir að þeir keyptu og keyptu skuldabréf þar til skylda þeirra til slíkra kaupa á ákveðnu verðbili var uppfyllt. Gerist það afar sjaldan að bækur vakanna springa.

Það segir sitt um hve alvarleg staðan var að rætt var um það eftir lokun markaðarins þennan gráa miðvikudag hvort viðskiptavakarnir myndu yfir höfuð leggja inn tilboð daginn eftir. Ef viðskiptavakt með ríkisskuldabréf og íbúðabréf hefði lagst af hefði það gengið af íslenskum skuldabréfamarkaði dauðum, segir í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK