10,1% atvinnuleysi í ESB

Atvinnuleysi hefur minnkað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum.
Atvinnuleysi hefur minnkað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum. Reuters

Atvinnuleysi mældist að meðaltali 10,1% í evruríkjunum  í september, að sögn Eurostat, hagstofu ESB. Verðbólgan á evrusvæðinu í október mældist 1,9% að jafnaði en var 1,8% í september.

Atvinnuleysi hefur aukist hægt og bítandi á undanförnum mánuðum og var 10% í ágúst.  Tölurnar nú benda til þess, að 16 milljónir manna séu án atvinnu í ríkjunum 16 á evrusvæðinu og þeim fjölgaði um 67 þúsund milli mánaða. 

Mest er atvinnuleysi á Spáni, 20,8%, en minnst í Hollandi, 4,4%, og Austurríki, 4,5%.  Mest hefur atvinnuleysið minnkað í Þýskalandi á undanförnu ári úr 7,6% í 6,7%.

Atvinnuleysi í ESB-ríkjunum 27 mældist 9,6% í september og var óbreytt milli mánaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK