Íhuga sölu Elkem

Grundartangi.
Grundartangi. www.mats.is

Forsprakkar norska fyrirtækisins Orkla, hyggjast selja dótturfélag sitt, Elkem AS, en Elkem á Íslandi (áður Íslenska járnblendifélagið) er hluti þeirrar samstæðu. Aukin eftirspurn og hagstæðara heimsmarkaðsverð gera það að verkum að söluverð Elkem yrði hagstætt nú. 

Þetta er mat Stein Erik Hagen, stjórnarmanns í Orkla. Frá þessu er greint í vefútgáfu Aftenposten. Á síðasta ári gengu verksmiðjur Elkem aðeins á hálfum krafti, en á þriðja fjórðungi ársins í ár gerði aukin eftispurn gert það að verkum að framleiðsla var í hámarki. Tekjur jukust úr 1,4 milljörðum norskra króna í 2,2 milljarða.

Einar Strömstad, hjá First Securities, segir það auðveldara að selja fyrirtæki þegar horfurnar séu góðar og reksturinn í góðu horfi. Kaupandi gæti jafnvel séð fyrir sér að afkoman myndi batna enn frekar. Strömstad telur að Elkem gæti jafnvel verið selt fyrir jól. Suður-Kóreski stálframleiðandinn POSCO hefur sýnt rekstrinum áhuga.

Elkem á Íslandi framleiðir málmblendi, og er framleiðslugeta verksmiðju fyrirtækisins á Grundartanga um 120 þúsund tonn á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK