Stærsta farþegaskip heims sigldi undir Stórabeltisbrú

Allure of the Seas á siglingu í dag.
Allure of the Seas á siglingu í dag. Reuters

Farþegaskipið Allure of the Seas sigldi í dag undir brúna yfir Stórabelti í Danmörku á leið frá skipasmíðastöðinni í Turku í Finnlandi, þar sem það var afhent nýjum eigendum í gær, og áleiðis til heimahafnar á Flórída í Bandaríkjunum. 

Aðeins munaði metra, að skipið rækist upp undir búna. En líkt og á systurskipinu, Oasis of the Seas, sem sigldi undir brúna fyrir rúmu ári, er hægt að draga reykháfa skipsins niður líkt og sjónpípur á kafbáti. Þá var skipinu siglt undir brúna á fjöru og á mikilli ferð þannig að það lægi sem dýpst í sjónum. 

Það er útgerðarfélagið Royal Carribean, sem á bæði skipin. Þau eru með 16 þilför, 2700 káetur og 6300 farþegar geta verið um borð í einu auk 2100 manna áhafnar. Í skipinu má finna skautasvell, körfuboltavelli, verkunargötu og kvikmyndasal sem rúmar 1400 manns. Skipin eru 361 metri að lengd og 66 metra breið.

Skipin voru smíðuð í skipasmíðastöð Aker Yards í Turku. Fyrirtækið er í eigu suður-kóreska stórfyrirtækisins STX.  

Allure of the Seas siglir undir brúna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK