Eignir Kaupþings námu 9.611 milljörðum evra 30. júní sl. Þær höfðu aukist um 823 milljónir evra frá síðustu áramótum. Í krónum talið hafa eignirnar hins vegar minnkað á þessu tímabili, en það skýrist fyrst og fremst af breytingum á gengi krónunnar. Eignir Kaupþings í krónum námu 1.507 milljörðum króna.
Slitastjórn Kaupþings heldur utan um eignir gamla Kaupþings. Ekki er byrjað að greiða út til kröfuhafa. Ekki er hægt að gera það fyrr en búið er að leysa úr ágreiningsmálum og fá á hreint hverjar kröfurnar eru.