Hluta verðlauna ánafnað til Íslands

Íslensku bankarnir vekja athygli víða
Íslensku bankarnir vekja athygli víða

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Reykjavík  á morgun. Segir í frétt Norðurlandaráðs að það sé táknrænt fyrir ástandið á Íslandi að þrír norrænir bankar skyldu hljóta verðlaunin. Hluta verðlaunafjárins verður ánafnað sjálfbærri bankastarfsemi á Íslandi.

Þema Norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunana 2010 var „græn fjármálaumsýsla". Verðlaunin hlutu þrír bankar, Ekobanken í Svíþjóð, Cultura Bank í Noregi og Merkur Andelskasse í Danmörku.

Markmið fjármálastofnananna þriggja er að samræmau hefðbundna bankastarfsemi án áhættusækni og markvissa framtíðarsýn um sjálfbærni.

Það er einkum áherslan á þessi framtíðarmarkmið sem fulltrúar þessara bankastofnana telja vera gott úrræði fyrir stóran hluta bankaheimsins, sem í raun hefur selt fjármálageiranum sál sína með áherslunni á skammtímaáhættu.

Ef markmiðið er bara að græða þá er voðinn vís eins og sést á Íslandi

„Við fáum verðlaunin fyrir aðferðir okkar við umsýslu peninga. Vöxtur er ekki markmið í sjálfu sér, ef hann stuðlar ekki að heilbrigðri og samræmdri þróun jafnt í nærsamfélaginu og á alþjóðavettvangi. Peninga á að nýta til uppbyggingar og til samstarfs", segir einn af verðlaunahöfunum, Lars Hektoen frá Cultura Bank, í fréttatilkynningu.

„Bankarnir eiga að smyrja hjól efnahagslífsins, en ef markmið þeirra verður einungis að græða, er voðinn vís. Það hafa undanfarin ár sýnt svo um munar og hvergi eins vel og hér á Íslandi", bætir hann við.

Verðlaunahafarnir telja að leiðrétta verði það ójafnvægi sem nú ríkir, annars megi vænta enn frekari kreppu í framtíðinni.

„Í lánastarfi okkar vinnum við á gagnsæjannhátt og við spyrjum alltaf viðskiptavini okkar, hvers konar virðisauki skipti þá mestu máli. Það getur verið út frá vistvænu, félagslegu eða menningarlegu sjónarhorni. Markmið okkar er langtíma og sjálfbær þróun", segir Annika Laurén frá Ekobanken.

Vilja stuðla að félagslega ábyrgri bankastarfsemi hér

Þau ásamt danska verðlaunahafanum Lars Pehrson tóku þátt í umræðufundi á Íslandi í dag en verðlaunaafhendingin fór fram, en fulltrúar íslenskra bankamanna tóku einnig þátt. Heitar umræður urðu á fundinum, segir í tilkynningu.

„Þetta fjallar einnig að miklu leiti um tengingu við almenning. Við getum öll valið að kjósa með fótunum, gera kröfur sem neytendur og valið banka, sem sýnir ábyrgð", segir Lars Pehrson.

Verðlaunahafarnir þrír hafa ákveðið að ánafna þriðjungi verðlaunanna til verkefna, sem geta stuðlað að sjálfbærri og félagslega ábyrgri bankastarfsemi á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka