Glíman við skuldavanda margra ríkja er eitt helsta viðfangsefni fundar G20-ríkjanna í Seoul.
Skuldabyrðinni er mjög misskipt og vekur athygli að skuldir Eistlands eru mun minni en skuldir Lettlands og Litháens en öll gengu ríkin í ESB á sama tíma og innleiddu markaðsbúskap í kjölfar hruns Sovétríkjanna.
Útlitið er dekkst á Grikklandi, Írlandi og Ítalíu en þar eru ríkisskuldirnar meiri en sem nemur vergri þjóðarframleiðslu. Hlutfallið er tvöfalt hærra, eða 213,3%, í Japan en þar er sá munur á að skuldirnar eru að mestu innanlands.
Þá er Belgía á þröskuldi þess að skulda á við þjóðarframleiðsluna.
Fróðlegt er að bera skuldir íslenska ríkisins við hlutfallið í G20-ríkjunum. Samkvæmt tölum Lánasýslu ríkisins námu skuldir ríkissjóðs í lok september um 1.301 milljarði króna eða sem nemur 86,7% af um 1.500 milljarða króna þjóðarframleiðslu í fyrra.