Seðlabankinn talar tungum tveim

Forsvarsmenn Seðlabankans kynna vaxtaákvörðun og hagspá í dag.
Forsvarsmenn Seðlabankans kynna vaxtaákvörðun og hagspá í dag. mbl.is/Ernir

Greiningardeild Arion banka túlkar yfirlýsingu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem hann gaf í morgun um gjaldeyrishöftin, þannig að Seðlabankinn talitungum tveim eftir því hvort hann vill tala við fjármálamarkaðinn, en þá sé lögð áhersla á hægð og hófsemi, eða hvort talað er til stjórnmálamanna en þá sé reynt að þrýsta á afnám hafta og markaðsfrelsi.

„Niðurstaðan í meginatriðum er einfaldlega þessi:" segir í Markaðspunktum Arion banka.

„A) Það er til ekki til nein ein áætlun um afnám hafta. Enn er langur tími þar til að þau skilyrði sem sett hafa verið til grundvallar afnámi hafta verði uppfyllt.

B) Slík áætlun verður mótuð af þremur aðilum – stjórnmálamönnum (í ríkisstjórn), AGS og seðlabankamönnum.

C) Seðlabankinn talar tungum tveim eftir því hvort hann vill tala við fjármálamarkaðinn (þá er lögð áhersla á hægð og hófsemi) eða hvort talað er til stjórnmálamanna (þá er reynt að þrýsta á afnám hafta og markaðsfrelsi). Þetta hefur valdið nokkrum ruglingi á fjármálamarkaði en Seðlabankinn sjálfur hefur ekki úrslitaáhrif um afnám haftanna þó hann muni stjórna framkvæmdinni sjálfri.

D) Íslensk stjórnmálastétt mun án efa reyna að draga lappirnar til þess að reyna að varðveita þann brothætta stöðugleika sem náðst hefur."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK