Icelandair og SAS í samstarf

mbl.is/Sigurður Bogi

Icelanda­ir og SAS hafa samið sín á milli um marg­háttað sam­starf sem einkum snýr að sam­kennd­um flug­um og gagn­kvæm­um rétt­ind­um fyr­ir vild­ar­klúbbs­fé­laga. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að samn­ing­ur­inn feli í sér að frá og með 8. nóv­em­ber verði flug SAS frá Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi til Berlín­ar, Gauta­borg­ar, Ham­borg­ar, Mílanó, Munchen, Vilnius, Zurich og Var­sjár sam­kennt með Icelanda­ir, sem tryggi þægi­legri teng­ing­ar og þjón­ustu milli Íslands og þess­ara áfangastaða.

Þá seg­ir enn­frem­ur að í samn­ingn­um sé einnig kveðið á um sam­starf vild­ar­klúbba fé­lag­anna og stefnt að því að snemma árs 2011 muni fé­lag­ar í Vild­ar­klúbbi Icelanda­ir geta nýtt vild­ar­rétt­indi sín í Euro­Bonus klúbbi SAS, jafn­framt því sem viðskipta­vin­ir SAS öðlist sams­kon­ar rétt­indi í Vild­ar­klúbbi Icelanda­ir.

„Sam­komu­lagið trygg­ir þægi­legri teng­ing­ar og hag­stæðari far­gjöld  milli Íslands og Evr­ópu í gegn­um tengistöðvar SAS í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi,“ seg­ir Robin Kamark, fram­kvæmda­stjóri sölu­mála SAS, í til­kynn­ing­unni.

„Þess­ar bættu teng­ing­ar og þjón­usta eru góðar frétt­ir fyr­ir viðskipta­vini Icelanda­ir. Við get­um nú boðið betri þjón­ustu og við fögn­um því að auka sam­starf okk­ar við SAS með þess­um hætti,“ seg­ir Helgi Már Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Icelanda­ir, í til­kynn­ingu.

Helgi Már Björgvinsson og Lars Sandström við undirritun samningsins í …
Helgi Már Björg­vins­son og Lars Sand­ström við und­ir­rit­un samn­ings­ins í Stokk­hólmi í gær.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK