10 milljarða afgangur

Sjávarafurðir eru stór hluti af útflutningsvörum Íslands.
Sjávarafurðir eru stór hluti af útflutningsvörum Íslands.

Afgangur af vöruskiptum við útlönd var nærri 10 milljarðar króna í október, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 46,9 milljörðum króna og innflutningur 36,9 milljörðum króna.

Í október í fyrra  var vöruskiptajöfnuður hagstæður um 12,1 milljarð. 

Samkvæmt bráðabirgðatölunum nemur afgangur af vöruskiptum rúmum 98 milljörðum króna það sem af er árinu. Fyrstu 10 mánuðina á síðasta ári var tæplega 75 milljarða króna afgangur af vöruskiptum.

Afgangur hefur verið af vöruskiptum í hverjum mánuði samfellt frá því í janúar  árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK