Selur mömmu hús á Laufásvegi

Laufásvegur 69 sem áður var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Laufásvegur 69 sem áður var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mbl.is/Árni Sæberg

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt móður sinni einbýlishús sitt að Laufásvegi á 107 milljónir króna. Á húsinu hvílir kyrrsetningarbeiðni frá slitastjórn Glitnis upp á 192 milljónir króna en Jón Ásgeir segir í samtali við Fréttatímann að salan á húsinu sé gerð með vitund og vilja slitastjórnarinnar. 

Aðspurður segir Jón Ásgeir selja húsið til þess að mæta lögfræðikostnaði í New York en eins og fram hefur komið hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn honum og fleiri einstaklingum og PwC þar sem þeir eru krafðir um tvo milljarða dala vegna þess skaða sem þeir unnu bankanum.

„Ég þurfti að selja húsið til að mæta lögfræðikostnaði vegna málaferlanna í New York. Mamma hljóp undir bagga þannig að ég þurfti ekki að selja húsið á brunaútsölu núna. Það er í gildi leigusamningur til 31. október 2011 og ég geri ráð fyrir að húsið verði selt þegar hann rennur út," segir Jón Ásgeir í samtali við Fréttatímann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK