Eru ekki að búa til verðbólgu

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur fyrir seðlaprentun bankans.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur fyrir seðlaprentun bankans. reuters

Ákvörðun Seðlabankans um að dæla hundruðum milljarða dala inn í hagkerfið getur stutt við vöxt án þess að valda verðbólgu, að mati Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna. Hann hafnar því með öllu að verið sé að reyna að auka verðbólguna vísvitandi.

„Ég hafna ásökunum um það að við séum að reyna að ná verðbólgu upp á svokallað eðlilegt stig til þess að hafa áhrif á hagkerfið,“ sagði Bernanke á blaðamannafundi í dag. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar dagskrár á vegum Seðlabankans í Atlanta, en þar var því fagnað að hundrað ár eru liðin frá stofnun Seðlabankans.

Á miðvikudag tilkynnti Bernanke að keypt yrðu ríkisskuldabréf að andvirði allt að 600 milljörðum dollara til og með miðju næsta ári. Ætlunin er að styðja við brothættan efnahagsbatanna vestanhafs, og reyna að draga úr atvinnuleysi.

Aðgerðin hefur verið gagnrýnd, og segja sumir að hún geti valdið langvarandi verðbólgu. Þessu hafnar Bernanke, sem segir einungis verið að skipta á eignaflokkum, þ.e.a.s. skuldabréfum fyrir reiðufé.

„Við erum ekki að reyna að búa til verðbólgu,“ sagði hann. „Það er mikilvægt að við reynum að halda verðbólgunni á viðunandi stigi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK