Eru ekki að búa til verðbólgu

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur fyrir seðlaprentun bankans.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýndur fyrir seðlaprentun bankans. reuters

Ákvörðun Seðlabank­ans um að dæla hundruðum millj­arða dala inn í hag­kerfið get­ur stutt við vöxt án þess að valda verðbólgu, að mati Ben Bernan­ke, formaður banka­stjórn­ar Seðlabanka Banda­ríkj­anna. Hann hafn­ar því með öllu að verið sé að reyna að auka verðbólg­una vís­vit­andi.

„Ég hafna ásök­un­um um það að við séum að reyna að ná verðbólgu upp á svo­kallað eðli­legt stig til þess að hafa áhrif á hag­kerfið,“ sagði Bernan­ke á blaðamanna­fundi í dag. Blaðamanna­fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far dag­skrár á veg­um Seðlabank­ans í Atlanta, en þar var því fagnað að hundrað ár eru liðin frá stofn­un Seðlabank­ans.

Á miðviku­dag til­kynnti Bernan­ke að keypt yrðu rík­is­skulda­bréf að and­virði allt að 600 millj­örðum doll­ara til og með miðju næsta ári. Ætl­un­in er að styðja við brot­hætt­an efna­hags­bat­anna vest­an­hafs, og reyna að draga úr at­vinnu­leysi.

Aðgerðin hef­ur verið gagn­rýnd, og segja sum­ir að hún geti valdið langvar­andi verðbólgu. Þessu hafn­ar Bernan­ke, sem seg­ir ein­ung­is verið að skipta á eigna­flokk­um, þ.e.a.s. skulda­bréf­um fyr­ir reiðufé.

„Við erum ekki að reyna að búa til verðbólgu,“ sagði hann. „Það er mik­il­vægt að við reyn­um að halda verðbólg­unni á viðun­andi stigi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK