Viðskiptaumhverfi fremur gott á Íslandi

Krónur
Krónur Stephen D Gibson

Ísland er í 15. sæti á lista Alþjóðabankans og International Finance Corporation (IFC) yfir hagkerfi þar sem auðveldast er að eiga viðskipti. Úttektin byggir á mikilvægum þáttum í viðskiptaumhverfi 183 ríkja og tekur mið af lagalegu umhverfi og áhrifum þess á viðskiptalífið. Efstu sæti listans eru skipuð löndum þar sem regluverkið er talið hliðhollt stofnun nýrra fyrirtækja og tróna Singapore, Hong Kong og Nýja Sjáland á toppnum en í neðstu sætunum eru Afríkulönd eins og Tsjad, Gínea og Búrúndí.

Úttektin var gerðá tímabilinu frá júní 2009 til maí 2010 og eru niðurstöðurnar birtar í skýrslunni „Doing Business 2011" og á vefsíðunni Doingbusiness.org. Ísland fellur um eitt sæti á listanum frá því í fyrra, úr 14. sæti í það 15. og þykir viðskiptaumhverfið því hafa versnað. Þeir þættir þar sem Ísland skorar hæst eru skráning eigna og samningagerð.  Veikustu þættirnir hér á landi eru sagðir verndun fjárfesta og viðskipti yfir landamæri. Einkunn Íslands lækkar í 7 þáttum af 9, en hækkar um fjögur stig þegar skoðað er hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki, og um þrjú hvað varðar skráningu eigna.

Næstu þrjú lönd á listanum fyrir ofan Ísland eru Finnland, Svíþjóð og Georgía, en næstu þrjú fyrir neðan eru Suður-Kórea, Eistland og Japan. Ísland er neðst Norðurlanda á listanum. Bretland og Bandaríkin skipa 4. og 5. sæti, Þýskaland 22. sætið og Frakkland 26. sæti.

Listann í heild má sjá hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK