Lánsfjárþörf helstu ríkja í heiminum á árinu 2011 mun nema 10,2 þúsund milljörðum dollara, eða 27% af árlegri þjóðarframleiðslu í þróuðum hagkerfum. Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda ríkja, segir þessa staðreynd til marks um veikleika í endurgreiðsluferlum ríkja.
Jurshevski segir, á vefsíðu Recovery Partners, að líklega muni verða illmögulegt fyrir flest ríki að draga nægilega úr áhættu, með því að lengja í lánum eða beita öðrum aðferðum til að verja sig. „Aðalatriðið er að það er auðvelt að sjá fyrir sér aðra umferð af miklum efnahagslegum óstöðugleika, nema strax verði gripið til aðgerða til að minnka fjárlagahalla og gera skuldir viðráðanlegar,“ segir Jurshevski í pistlinum.