Bankaábyrgðir framlengdar á Írlandi

Írskir bankar hafa margir hverjir átt í verulegum erfiðleikum síðustu …
Írskir bankar hafa margir hverjir átt í verulegum erfiðleikum síðustu tvö ár Reuters

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins hafa veitt írskum stjórnvöldum heimild til þess að framlengja ríkisábyrgð vegna banka þar í landi þar til í júní á næsta ári.

Segir í áliti framkvæmdastjórnar ESB að aðgerðir írskra stjórnvalda væru fastmótaðar og einungis væri um framlengingu í skamman tíma að ræða. Því sé ljóst að þær muni ekki valda alvarlegri truflun í írska hagkerfinu.

Eru ábyrgðirnar framlengdar um sex mánuði nú en þær voru fyrst samþykktar af framkvæmdastjórninni í nóvember 2009.

Írland er eitt nokkurra Evrópuríkja sem hefur þurft að veita bönkum ríkisábyrgð í kjölfar hrunsins.Skuldatryggingarálag á Írland er afar hátt og í dag var það 8,18% á ríkisskuldabréf til tíu ára. Er þetta það hæsta frá því Myntbandalag Evrópu varð að veruleika árið 1999.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK