Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins hafa veitt írskum stjórnvöldum heimild til þess að framlengja ríkisábyrgð vegna banka þar í landi þar til í júní á næsta ári.
Segir í áliti framkvæmdastjórnar ESB að aðgerðir írskra stjórnvalda væru fastmótaðar og einungis væri um framlengingu í skamman tíma að ræða. Því sé ljóst að þær muni ekki valda alvarlegri truflun í írska hagkerfinu.
Eru ábyrgðirnar framlengdar um sex mánuði nú en þær voru fyrst samþykktar af framkvæmdastjórninni í nóvember 2009.
Írland er eitt nokkurra Evrópuríkja sem hefur þurft að veita bönkum ríkisábyrgð í kjölfar hrunsins.Skuldatryggingarálag á Írland er afar hátt og í dag var það 8,18% á ríkisskuldabréf til tíu ára. Er þetta það hæsta frá því Myntbandalag Evrópu varð að veruleika árið 1999.