Fasteignafélag brátt skráð í kauphöll

Egilshöllin
Egilshöllin mbl.is

Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans hefur ákveðið að skrá Fasteignafélag Íslands í Kauphöll á næsta ári. Í Fasteignafélagi Íslands verða bæði Smáralind og Egilshöll, tvær helstu eignir Regins, sem og aðrar eignir sem tilkynnt verður um síðar. 

Fram kemur á vef Landsbankans, að forsvarsmenn Regins telji að skráning geti farið fram undir lok árs 2011 en þá verði endurfjármögnun og endurskipulagningu rekstrar eignanna lokið. Reiknað sé með, að formlegur undirbúningur fyrir skráningu hefjist í mars og taki 4 - 6 mánuði.

Fasteignafélag Íslands var á sínum tíma stofnað um rekstur Smáralindar. Framkvæmdastjóri var ráðinn til félagsins fyrr í þessum mánuði og nýr fjármálastjóri hefur tekið við.

Reginn tók til starfa vorið 2009 og fer með eignarhald á eignum sem Landsbankinn eignast í kjölfar fullnustuaðgerða eða annars konar skuldaskila. Félagið ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun fasteigna eða fasteignafélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK