Hefur greitt fyrir helmingshlut í SMS

Jóhannes Jónsson.
Jóhannes Jónsson. mbl.is/Skapti

Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, greiddi í dag ásamt erlendum fjárfestum til Arion banka kaupverð á helmingshlut í færeyska verslunarfélaginu SMS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi.

Fram kemur að SMS sé stærsta verslunarfyrirtæki í Færeyjum. Það reki m.a. verslanir undir nafni Bónuss.

Þá segir hann að fyrirtækið sé í góðum rekstri og með sterkan efnahag. Þetta sé spennandi verkefni og félagið hafi áhuga á að auka innflutning á íslenskum vörum til Færeyja.   

SMS rekur níu verslanir í Færeyjum, ásamt því að reka framleiðslubakarí og kjötvinnslu. Velta félagsins á þessu ári er um 7 milljarðar íslenskra króna.   Félagið er skuldlaust, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK