Þrotabú Baugs og Hagar hafa náð sáttum í deilu er sneri að tæplega eins milljarðs króna kröfu á Haga, vegna láns sem þrotabúið gjaldfelldi um mitt sumar 2009.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Hagar samþykkt að greiða þrotabúi Baugs lánið upp að fullu, en aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var frestað í gær, þar sem fram kom að aðilar málsins hefðu náð sáttum.