Styðja hertar fjármálareglur

Leiðtogar svonefndra G20 ríkja, sem hafa setið á fundi í Seoul í Suður-Kóreu, samþykktu í morgun að taka upp hertar reglur um fjármálamarkaði, þar á meðal að auka kröfur um eiginfjárhlutfall og lausafé banka og vinna þannig gegn þeirri áhættusækni fjármálastofnana, sem leiddi til fjármálakreppunnar. 

Lýstu leiðtogarnir í lokayfirlýsingu stuðningi við aðgerðir til að hafa betra eftirlit með „kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum",  eða með öðrum orðum fjármálastofnunum sem eru það stórar að þeim verði ekki leyft að fara í gjaldþrot.  

Á fundinum hefur m.a. verið fjallað um lærdóma, sem alþjóðasamfélagið getur dregið af fjármálakreppunni, sem hófst í september 2008 þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers fór á hausinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK