Segir Portúgali hugsanlega þurfa að yfirgefa evrusvæðið

Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt. Reuters

Utanríkisráðherra Portúgals, Luis Amado, sagði í viðtali við portúgalska vikublaðið Expresso í gær að landið gæti þurft að yfirgefa evrusvæðið ef ekki næðist pólitísk samstaða um þær aðhaldsaðgerðir sem Evrópski seðlabankinn hefur farið fram á að gripið verði til.

„Það verða allir stjórnmálaflokkar og stofnanir að leggjast á eitt og gera sér grein fyrir alvarleika þeirrar stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Ég tel að flokkarnir geri sér grein fyrir því að hinn möguleikinn í stöðunni yrði að lokum að segja skilið við evruna,“ sagði Amado.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK