FME hefur brugðist við gagnrýni

Mikill hugur er í starfsfólki Fjármálaeftirlitsins að hefja stofnunina til vegs sem öflugan eftirlitsaðila sem leggur áherslu á fyrirbyggjandi og uppgötvandi eftirlit. Þetta kemur fram í ársskýrslu FME, sem lögð var fram á ársfundi stofnunarinnar í dag.

Í inngangi, sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, skrifar, segir að Fjármálaeftirlitið hafi leitast við að taka mið af gagnrýni sem fram hafi komið á stofnunina, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Fjármálaeftirlitið hefur brugðist við þessari gagnrýni á margvíslegan hátt og er þess vænst að það eigi eftir að koma fram í starfi stofnunarinnar á komandi mánuðum og árum. Mikill hugur er í starfsfólki Fjármálaeftirlitsins að hefja stofnunina til vegs sem öflugan eftirlitsaðila sem leggur áherslu á fyrirbyggjandi og uppgötvandi eftirlit," segir Gunnar.

Á ársfundinum var einnig birt ný stefnumörkum Fjármálaeftirlitsins. Segir þar að mikilvægt sé fyrir endurreisn íslenska fjármálakerfisins og trúverðugleika þess á alþjóðavettvangi í framtíðinni að óháð mat staðfesti að bætt hafi verið úr annmörkum varðandi verklag, valdheimildir og framkvæmd fjármálaeftirlits. 

„Fjármálaeftirlitið hefur þegar mótað þau gildi sem einkenna munu vinnubrögð þess  framtíðinni. Þau eru áræðni, fagmennska og festa. Til að hrinda í framkvæmd nýrri stefnu Fjármálaeftirlitsins þarf áframhaldandi umbætur í starfsemi stofnunarinnar með megináherslu á öflugan starfshóp reyndra og vel þjálfaðra sérfræðinga," segir einnig.

Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK