FME hefur brugðist við gagnrýni

Mik­ill hug­ur er í starfs­fólki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að hefja stofn­un­ina til vegs sem öfl­ug­an eft­ir­litsaðila sem legg­ur áherslu á fyr­ir­byggj­andi og upp­götv­andi eft­ir­lit. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu FME, sem lögð var fram á árs­fundi stofn­un­ar­inn­ar í dag.

Í inn­gangi, sem Gunn­ar Þ. And­er­sen, for­stjóri FME, skrif­ar, seg­ir að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi leit­ast við að taka mið af gagn­rýni sem fram hafi komið á stofn­un­ina, meðal ann­ars í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur brugðist við þess­ari gagn­rýni á marg­vís­leg­an hátt og er þess vænst að það eigi eft­ir að koma fram í starfi stofn­un­ar­inn­ar á kom­andi mánuðum og árum. Mik­ill hug­ur er í starfs­fólki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að hefja stofn­un­ina til vegs sem öfl­ug­an eft­ir­litsaðila sem legg­ur áherslu á fyr­ir­byggj­andi og upp­götv­andi eft­ir­lit," seg­ir Gunn­ar.

Á árs­fund­in­um var einnig birt ný stefnu­mörk­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Seg­ir þar að mik­il­vægt sé fyr­ir end­ur­reisn ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins og trú­verðug­leika þess á alþjóðavett­vangi í framtíðinni að óháð mat staðfesti að bætt hafi verið úr ann­mörk­um varðandi verklag, vald­heim­ild­ir og fram­kvæmd fjár­mála­eft­ir­lits. 

„Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur þegar mótað þau gildi sem ein­kenna munu vinnu­brögð þess  framtíðinni. Þau eru áræðni, fag­mennska og festa. Til að hrinda í fram­kvæmd nýrri stefnu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þarf áfram­hald­andi um­bæt­ur í starf­semi stofn­un­ar­inn­ar með megin­á­herslu á öfl­ug­an starfs­hóp reyndra og vel þjálfaðra sér­fræðinga," seg­ir einnig.

Árs­skýrsla Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK