Hluti af þjóðaröryggi

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra.

Fjármálastöðugleiki er hluti af þjóðaröryggi, en fjármálakreppur eru óhjákvæmilegar að mati Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann hélt erindi á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um bankahrunið og hvaða lærdóma megi draga af því. Árni segir að eftirlitskerfið geti ekki komið í veg fyrir hrun, en eigi að draga úr áhrifum þeirra. Þessi kerfi, bæði hér og erlendis stóðust ekki, meðal annars vegna þess að stofnanirnar skildu ekki áhættuna sem fjármálakerfið stóð frammi fyrir.

Árni sagði að bankarnir hefðu orðið sérfræðingar í að sneiða framhjá anda laganna. Þeir hefðu uppfyllt  skilyrði laga samkvæmt orðanna hljóðan og að eftirlitsaðilar hafi látið það gott heita, þótt hegðun bankanna hafi verið gegn tilgangi laganna.

Sagði Árni að völd fjármálaeftirlitsins hefðu verið aukin og heimildir til að taka sértækar ákvarðanir auknar. Þá verði að auka upplýsingaflæði í eftirlitskerfinu almennt. Einnig verði eftirlitsaðilar eins og Fjármálaeftirlitið að láta löggjafann vita ef eftirlitið telur sig skorta lagaheimildir til að gera það sem þarf að gera.

Árni sagði að  lokum að ljónið verði ekki tamið eða eðli þess breytt. Við verðum hins vegar að læra að lifa með því og vernda almenning fyrir ljóninu, sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK